Gung-Ho! Seriously Fun! 5K inflatable obstacle course

TÍU STURLAÐAR UPPBLÁSNAR RISAHINDRANIR Í 5km LANGRI SKEMMTUN Í STÆRSTA HLAUPI Í HEIMI, LAUGARDAGINN 28. JÚLÍ 2018.

Í FYRRA VAR UPPSELT – MIÐASALA HEFST Í JANÚAR 2018

Ertu klár í stærsta hlaup í heimi?

Taktu þátt í 5km langri skemmtun með 10 risa hindrunum. Þú munt hlaupa, hoppa og skoppa í gegnum brautina – Geggjuð skemmtun í góðum hópi.

GUNG-HO! er fyrir alla og hlaupaform þitt skiptir litlu því þú þarft ekki að vera í neinni þjálfun til að geta tekið þátt í gleðinni. Þú þarft bara að vera klár í stórkostlega skemmtun!

Það sem gerir GUNG-HO! frábrugðið öðrum skemmtihlaupum er stærð stórkostlegustu uppblásnu hindrana í heimi!

GUNG-HO! er tilvalið hópefli fyrir fjölskyldur, saumaklúbba, félagasamtök og vinnuhópa. Hópar 10 þátttakenda eða fleiri geta fengið sérstakt hóptilboð með því að senda okkur línu hér á Facebook.

ERT ÞÚ GUNG-HO!?

Hlaupaleiðin í Laugardalnum

Start og endamark Gung-Ho! verður á grassvæðinu fyrir neðan Áskirkju við Laugarásveg og ofan við gömlu þvottalaugarnar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd verður byrjað á þrautinni Start me up í upphafi hlaups og þaðan farið norður í átt að tjaldsvæðunum í Laugardal, út á gangstéttina við Sundlaugaveg og aftur inn í Laugardalinn við austurenda Laugardalslaugar þaðan sem hlaupið er inn á kastvöllinn við hlið Valbjarnarvallar. Þar verður farið í gegnum tvær þrautir, Day tripper og Can I kick it áður en hlaupið er meðfram Valbjarnarvellinum í átt að Laugardalshöllinni, farið yfir Engjaveginn og svo til vesturs í átt að Reykjavegi þar sem komið er að þrautinni Born slippy. Að henni lokinni er hlaupið á göngustígnum fyrir neðan Suðurlandsbrautina í átt að Glæsibæ. Fyrir ofan Laugardalshöllina fara þátttakendur í gegnum þrautina Surfin’ og halda svo áfram áleiðis í átt að grassvæðinu til móts við Glæsibæ þar sem þeirra bíður þrautin Maniac. Að henni lokinni er hlaupið utan með Fjölskyldu- og húsdýragarðinum  í átt að þrautinni Under pressure við rætur Holtavegar. Þaðan er hlaupið inn í Grasagarðinn þar sem finna má þrautirnar The Wall og Walking on the moon sem er tæpir 400 fermetrar að stærð, áður en hlaupið er aftur inn í endamarkið þar sem lokaþrautin The Final Countdown endar fjörið með þátttakendum.

Þeim sem koma akandi á viðburðinn er bent á bílastæði í nágrenninu en næg bílastæði má finna við Skautasvellið, Laugardalshöllina, gervigrasvöllinn, Holtaveg, Glæsibæ og Suðurlandsbraut. Að gefnu tilefni er bent á að ekki er ætlast til að bílum sé lagt við Laugarásveginn.

Manstu hvað það var gaman síðast?

GUNG-HO! var haldið í fyrsta sinn á Íslandi laugardaginn 12. ágúst 2017 og var uppselt í hlaupið.

Hlaupið fór fram í Laugardalnum þar sem þátttakendur hlupu um fallegasta íþróttasvæði landsins og skelltu sér í gegnum 10 risastórar hindranir.

Það geta allir tekið þátt í GUNG-HO! og mættu ungir sem aldnir í viðburðinn.

Hér má sjá skemmtilegt myndband frá bráðfjörugum degi.

Myndband frá GUNG-HO! í Reykjavík þann 12. ágúst 2017

Search